Hér núna

Hér núna er nýtt fyrirtæki á Akranesi í eigu Steinunnar Evu Þórðardóttur. Steinunn er reyndur sálfræðikennari og lýðheilsufræðingur sem sérhæfir sig í jákvæðri sálfræði.
Markmið Hér núna er að bæta samfélagið með því að hjálpa fólki til sjálfsþroska og betri geðheilsu.
Steinunn tekur vel á móti hópum og býður upp á námskeið, fyrirlestra, umsjón starfsdaga, markþjálfunarviðtöl og ráðgjöf. Áhersla er lögð á styrkleika sem kenna okkur að þekkja okkur sjálf, núvitund sem snýst um að vera við sjálf og sjálfsvinsemd sem þjálfar fólk í að kunna vel við sig sjálft eins og það raunverulega er. Allt þetta hjálpar fólki að blómstra í lífi og starfi.