

Akranes
Við tökum vel á móti þér og hópnum þínum
Akranes er okkar bær. Hér viljum við búa og starfa og hér viljum við líka að gestum okkar líði vel.
Á Akranesi bjóðast óþrjótandi möguleikar til afþreyingar, útivistar, fræðslu, skemmtunar, heilsueflingar, listsköpunar, hópeflis og nánast hvers sem hugurinn girnist. Þurfið þið að hrista saman hópinn, fá fræðslu og finna styrkleika ykkar? Viljið þið komast í sjósund, flot eða klifur? Grilla saman undir berum himni? Borða lífræna fæðu framleidda í heimabyggð? Heimsækja listafólk og gallerý, fara á námskeið, iðka jóga og núvitund, hlusta á tónlist eða horfa yfir sundin blá úr Akranesvita?
Í samstarfi við frumkvöðla á Akranesi tökum við hjá Sif Travel að okkur að útbúa dagskrá fyrir hópinn þinn sé eftir því óskað. Kjörið fyrir vinnustaði, saumaklúbba, vinahópa og árgangsmót. Sendu okkur fyrirspurn á netfangið siftrav@gmail.com og við svörum um hæl. Einnig er hægt að hafa beint samband við þá aðila sem bjóða þjónustu sína hér á síðunni.
Hafðu samband ef þú vilt fá tilboð í dagsferð á Akranes fyrir þinn hóp. Sendu okkur upplýsingar um markmið ferðar, hópastærð, dagsetningu og tíma og við gerum þér tilboð. Einnig er þér velkomið að hafa samband beint við samstarfsaðilana hér fyrir neðan. Tækifærin eru nánast óþrjótandi en til dæmis mætti nefna eftirfarandi möguleika:
Hamingja
Hópefli
Fyrirlestrar
Fræðsla
Núvitund
Tónlist
Útivist
Náttúran
Heilsa
Lífræn fæða
Klifur
Yoga
Pilates
Fysio Flow
Sjósund
Flot
Handverk / listir
Vinnustofur
Gallerý
Leirlist
Myndlist
Hönnun
Sköpun
Námskeið