top of page

Samflot - Akranes

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
 
Flotþerapisti, sundþjálfari,  íþrótta- og grunnskólakennari
Samflot2.jpg

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir er flotþerapsti og hefur leitt samflot á Akranesi frá 2016 við miklar vinsældir. Hún er menntaður íþrótta- og grunnskólakennari, með a, b. og c stig í sundþjálfun auk þess að hafa starfað sem ungbarnasundkennari í 20 ár.

Samflot er einstök leið til að losa spennu úr líkama og sál og veita frelsi frá utanaðkomandi áreiti. Samflot skapar aðstæður fyrir djúpslökun og tækifæri til að fínstilla lífstaktinn við andann. Heilsubætandi áhrif slökunar eru óumdeild og slökun í vatni eykur þau áhrif.

Í Bjarnalaug á Akranesi hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir boðið upp á samflot frá árinu 2016. Í flotinu ríkir róandi stemning með slökunartónlist og kertaljósi á bakkanum. Boðið upp á stutt slökunarnudd á efri hluta baks, axla og hnakka og að floti loknu er hægt að fara í heitan pott. Hægt er að fá lánuð flotsett á staðnum.

Samflot á Akranesi er með fasta tíma á miðvikudögum og er hægt að kaupa fimm tíma námskeið.  Einnig er hægt að panta lokaða tíma fyrir einstaklinga eða hópa á öðrum tímum sem hefur verið vinsælt meðal fyrirtækjahópa, saumaklúbba og vinahópa. 

Hafa samband:

  • simi
  • Facebook
  • Netfang
Samflot1.jpg
bottom of page