Hreyfistjórn
Anna Sólveig Smáradóttir
sjúkraþjálfari
Anna Sólveig Smáradóttir er löggiltur sjúkraþjálfari MSPT frá University of Alabama at Birmingham og M.Sc. í hreyfivísindum frá HÍ.
Anna Sólveig Smáradóttir starfar sem sjúkraþjálfari og vinnur einnig með ungum knattspyrnukonum hjá ÍA. Auk þess heldur hún úti vinsælum námskeiðum m.a. í Hreyfistjórn (Motor control) og Hreyfiflæði (Fysio Flow).
Á námskeiðum Önnu Sólveigar er áhersla lögð á að auka líkamsvitund, tilfinningu fyrir hreyfingum, spennu og slökun og æskilega líkamsbeitingu við æfingarnar.
Anna Sólveig getur tekið á móti hópum eftir samkomulagi og hefur verið að setja upp æfingar sem henta ákveðnum hópum svo sem íþróttahópum, hlaupurum, golfurum o.s.frv. Einnig hefur Anna Sólveig komið með æfingar inn í fyrirtæki og vinnustaði eða hitt hópa þar sem þeir eru staddir hverju sinni.