top of page
smidjuloftid.JPG

Hafa samband:

  • Facebook
  • Heimasíða
  • Netfang
  • Símanúmer

Smiðjuloftið er glænýtt afþreyingarsetur staðsett á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Á Smiðjuloftinu er að finna glæsilegan klifursal með grjótglímu- og línuklifurveggjum. Á efri hæðinni er notaleg aðstaða með eldhúsi, borðum og stólum þar sem hægt er koma saman með léttar veitingar. Þar er einnig svið og hljóðkerfi.

 

Á Smiðjuloftinu má finna einstaka blöndu af orku, upplifun og afþreyingu fyrir hópinn þinn. Endalausir möguleikar á útfærslu. Tilvalið fyrir t.d. saumaklúbba, vinahópa, fundi, starfsmannaferðir, óvissuferðir, fjölskyldur og alla sem langar að eiga saman góða, gefandi stund.

Hreyfing

  • Klifur með eða án leiðsagnar Þórðar klifurþjálfara

  • Grjótglíma og línuklifur

  • Hópeflisleikir, hreyfing og dans

Tónlist

  • Sérsniðin dagskrá með lifandi tónlist sem hentar hópnum

  • Tónlistarflutningur í höndum Valgerðar og Þórðar

  • Hópsöngur með undirleik

  • Karókí með undirleik

Námskeið

  • Tónlistarnámskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla (yngsta stig)

  • Skemmtileg námskeið full af hugmyndum sem nýtast í tónlistarstarfi með börnum. 

Travel Tunes

  • Tónlistaratriði - 40 mínútna dagskrá tileinkuð íslenska þjóðlagaarfinum.

  • Dagskráin er í umsjá Travel Tunes Iceland sem skipuð er þeim Valgerði og Þórði ásamt dóttur þeirra, Sylvíu

smidjuloftid2.jpg
smidjuloftid3.jpg
smidjuloftid8.jpg
smidjuloftid7.jpg

Fólkið á Smiðjuloftinu

Eigendur Smiðjuloftsins eru hjónin Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson.


Valgerður er menntuð söngkona og tónmenntakennari með yfir fimmtán ára reynslu af tónlistarvinnu með börnum og fullorðnum.

 

Þórður er íþrótta- og heilsufræðingur Msc. Hann hefur starfað við kennslu og íþróttaþjálfun í fjölda ára og er stofnandi og þjálfari Klifurfélags ÍA.

 

Þau hjónin hafa unnið saman í tónlistinni frá unglingsaldri, samið ógrynni af tónlist og textum og komið víða fram á Íslandi, í Danmörku og Bandaríkjunum.

smidjuloftid4.jpg
smidjuloftid5.jpg
smidjuloftid6.jpg
bottom of page